Karfa

Skilmálar

 

Vöruafhending fer fram frá og með 29. desember til 31 desember í flugeldamarkađnum Smiđshöfđa 17

Einungis er hægt að afhenda pantaða vöru þá daga sem leyfilegt er samkvæmt lögum að selja flugelda.

Þegar vara er pöntuð í netversluninni er gefin ávísun með QR kóða sem skal hafa meðferðis þegar vara er sótt.

Aðeins er hægt að nota QR kóðann einu sinni.

Komi upp vandamál með QR kóðann þarf kaupandi að framvísa kvittun fyrir pöntun. Seljandi mun þá finna pöntun í sölukerfi gegn framvísun skilríkja.

Aðeins má afhenda vöru einstaklingum sem náð hafa 16 ára aldri.

Hafa skal gild skilríki meðferðis.

 

Að kröfu Neytendastofu:

Þér hafið rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.

Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir kaupdag.

 

Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þurfið þér að tilkynna okkur ákvörðun yðar um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti).

Til að uppsagnarfresturinn teljist virtur nægir að þér sendið tilkynningu yðar um að þér neytið réttar yðar til að falla frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út. 

Óski neytandi þess að skila vöru ber hann engann kostnað af því sbr. h.og  i. Lið 5. Gr. Laga nr. 16/2016.

 

Sé vara ekki sótt innan tilskilins afhendingartíma skal senda póst á netfangið info@netflugeldar.is og útskýra málið.

Þar sem ekki er leyfilegt samkvæmt lögum að afhenda vöru nema á framangreindum tíma verður ósótt pöntun afhent á sölutímabili fyrir næstu áramót.

Reynist vara gölluð á kaupandi rétt á endurgreiðslu enda hafi hann sýnt fram á gallann með órækum hætti.

 

 

Greiðsla

Hægt er að greiða með Netgíró, Pei og með öllum helstu greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

 

Verð.

Öll verð í netversluninni gilda líka á sölustað.

Öll verð eru með virðisaukaskatti.

 

Vörur

Við kappkostum að sýna vöru á netinu í sem bestu ljósi. Smá munur getur verið á útliti vöru á mynd og í raun.

Leyfi til sölu flugelda: Allir flugeldar og önnur vara sem pöntuð er á pöntunarsíðu Netflugelda er afhent af E-Þjónustunni ehf 440602-2310 
Leyfi E-þjónustunnar ehf til sölu og afhendingar flugelda er gefið út af Lögreglustjóranum í Reykjavík.
Sala og afhending flugelda er háð eftirliti Lögreglustjórans í Reykjavík, Forvarnardeild Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Neytendastofu.
Skilmálar Valitor
 
Skilmálar Netgíró
 
http://www.neytendastofa.is/neytendur/husgongu-og-fjarsala/
 
 
Reglugerð um flugelda
 
Ný reglugerð um flugelda 2017
 

Trúnaðarupplýsingar

Netflugeldar heita kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Netflugelda. Aðeins eigendur og umsjónaraðilar vefsins hafa aðgang að þeim og utan þess sem krafist er til að koma á viðskiptum milli söluaðila og viðskiptavina síðunnar eru þær aldrei veittar þriðja aðila.

Öll vinnsla kreditkortanúmera á netflugeldar.is er dulkóðuð og fara þær upplýsingar í gegnum heimasvæði Valitor. Þegar kaupandi staðfestir kaup á Netflugeldar.is er heimild fengin fyrir viðkomandi upphæð.